Árni og Kristín

Bjart er yfir Betlehem

Lights

Kerti

Kirkjugestir

Guðsþjónustunni í Langholtskirkju í gær lauk með því að kirkjugestir stóðu í tveimur röðum sem náðu frá altarinu og út að kirkjudyrum. Ungir sem aldnir héldu á kertum sem við fengum í upphafi guðsþjónustunnar.

Ljósin voru slökkt, logi sóttur á altariskerti og látinn ganga út kirkjuna. Þegar kveikt hafði verið á öllum kertunum settist Jónsi organisti við orgelið og lék undir meðan við sungum Bjart er yfir Betlehem.

Við hlið okkar í röðinni stóð Sveinn Rúnar Hauksson. Hann hefur verið hvað ötulastur í að minna okkur á aðstæður í Betlehem samtímans. Sálmurinn fékk dýpri aðra merkingu. Varð vonarsálmur sem lýsti bæði upp stundina okkar í Langholtskirkju og vitnaði um vonina sem við berum í brjósti um frið meðal þjóðanna í Landinu helga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…