Kurzgesagt myndböndin eru í uppáhaldi hjá okkur og krökkunum okkar. Stuttar og hnitmiðaðar útskýringar á öllu milli himins og jarðar (bókstaflega því myndböndin fjalla bæði um jörðina og himingeiminn).
Eitt myndbandið fjallar um fegurðina og hvers vegna það sem er fallegt höfðar til okkar og gerir okkur glöð: Fegurð og merking eða kannski gagnsemi upplýsinga haldast í hendur.
Horfið á myndbandið og njótið svo fegurðarinnar í ykkar eigin hversdegi. Inni eða úti eftir því sem aðstæður leyfa.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.