Árni og Kristín

Ósíuð aðventa 14: Von í myndum

Aðventan er tími vonarinnar. Á vef tímaritsins The Atlantic var á dögunum deilt þrjátíu vonarmyndum sem sýna fólk í jákvæðum og uppbyggilegum aðstæðum og minna okkur á það góða í heiminum. Það er gott að skoða þær til að lyfta sér upp.

Eitt af því sem vekur okkur von eru sumar- og vetrargöturnar í Reykjavík. Þeim er lokað hluta dagsins og þá eru gangandi og hjólandi vegfarendur settir í forgang. Það minnir okkur á að fólk skiptir meira máli en bílar og að umhverfið verður að fá forgang. Ekki bara á sumrin heldur líka á aðventunni.

#ósíuðaðventa

 

 

You may also enjoy…