Þessir herramenn eru í forgrunni í siðbótarminnisvarðanum stóra í Genf. Þetta eru William Farel, Jean Calvin, Theodore Beza og John Knox. Þeir hafa allir tengsl við borgina. Sitt hvoru megin við siðbótarvegginn eru steinblokkir sem nöfn Lúthers og Zwingli eru hoggin í.
Á Zwingliblokkina er líka letrað nafn einnar siðbótarkonunnar frá Genf. Sú hét Marie Dentière. Hún var guðfræðingur, lék stórt hlutverk í siðbótinni í Genf og prédikaði reglulega.