Sæluboðin í Matteusarguðspjalli eru meðal þekktustu texta Biblíunnar. Þau hafa oft verið heimfærð upp á samtímann. Á dögunum skrifaði Jayne Manfredi út sæluboð á tíma farsóttarinnar. Á meðal þeirra eru:
Sæl eru þau sem halda sig heima, því þau hafa verndað aðra.
Sæl eru þau sem reka hverfisbúðir, því þar má fá það sem skortir í öðrum búðum.
Sæl eru þau sem bera út póst og pakka, því þau færa nauðsynjar.
Sæl eru þau sem starfa á sjúkrahúsum, sem aka sjúkrabílum, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, starfsfólkið sem þrífur, því þau standa vörð um okkur og Himnaríki er sannarlega þeirra.
Dave Walker sem heldur úti vefnum CartoonChurch teiknaði þessa myndskreytingu á sæluboðunum.
Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.