Gleðidagur 16: Rigningin góða

Það rigndi í dag, í fyrsta sinn í langan tíma. Skraufþurr jörðin tók vel við. Í 147. sálmi er fjallað um regnið sem gjöf frá Guði:

Syngið Drottni þakkargjörð,

leikið fyrir Guði vorum á gígju.

Hann hylur himininn skýjum,

sér jörðinni fyrir regni,

lætur gras spretta á fjöllunum,

gefur skepnunum fóður þeirra,

hrafnsungunum þegar þeir krunka.

Sálmur 147

Á sextánda gleðidegi þökkum við fyrir náttúruna og regnið sem kemur með blessun að ofan.

You may also enjoy…