Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna geta verið rammi fyrir endurreisn og umbætur í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins.
Það segja Nano Addo Dankwa Akufo-Addo, forseti Ghana, og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Þau sitja saman í forsæti einnar af nefndum SÞ um sjálfbærnimarkmiðin og skrifa í pistli sem birtist í dag:
“Við höfum lært – sem íbúar heimsbyggðarinnar – hversu mikils virði það er að við gætum hvers annars, vinnum saman að því að enginn sé skilinn eftir, og forgangsröðum í þágu þeirra sem minnst mega sín.”
Stundum er sagt að góður mælikvarði á samfélag sé hvernig það kemur fram við þau sem minnsta eiga undir sér. Það má heimfæra þann mælikvarða á heimsbyggðina.
Á átjánda gleðidegi þökkum við fyrir sjálfbærnimarkmiðin og þau öll sem vinna að markmiðin eins og ekkert hungur, fullt jafnrétti og útrýming fátæktar verði að veruleika.