Haustið 2019 tókum við þátt í Spörtuhlaupi með vinum okkar. Það var allra besta fjölskylduskemmtun með hæfilegum skammti af líkamlegri áreynslu.
Þegar boð barst um að taka þátt í Spörtuhlaupi heima nú um helgina stukkum við til. Með hundruðum – eða kannski þúsundum – um allan heim gerðum við æfingarnar okkar á hlaupabraut við hverfisskólann: armbeygjur, handstöður, skriðæfingar og sitthvað fleira voru góð tilbreyting í kvíalífinu.