Verkefnin okkar

Greinar

Við skrifuðum reglulega greinar í dagblöð og vefmiðla auk þess að halda úti þessu bloggi. Yfirlit er að finna á vefnum.

Nokkur minnisstæð verkefni

  • Kirkjuritið er sérrit um trú og kirkju í íslenskum samtíma. Það er gefið út af Prestafélagi Íslands. Við ritstýrðum Kirkjuritinu frá 2012-2015. Síðar tók Kristín sæti í ritstjórn þess.
  • Tilbeiðsluráðin eru hugmyndir og innblástur sem nýtist í helgihaldi kirkjunnar og eigin bænalífi. Þessu er safnað saman úr ýmsum áttum.
  • Samtal um siðbót og siðaskipti eru útvarpsþættir sem Árni gerði með Ævari Kjartanssyni haustið 2014 og 2015.
  • Biblíublogg 2015. Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags blogguðum við daglega um Biblíuna í febrúar 2015.
  • Vefur Laugarneskirkju var endurhannaður þegar Kristín tók við embætti sóknarprests kirkjunnar. Markmiðið var að lyfta fram fjölbreyttu starfi í kirkjunni.
  • Snjallkirkja.is var vefur sem studdi við notkun kirkjunnar á snjallsímum og snjallvefjum til að koma boðskap sínum á framfæri.
  • Koma kærleikans er jóladagatal þjóðkirkjunnar 2013. Það samanstendur af 24 stuttum myndböndum sem voru frumsýnd á aðventu, eitt á dag frá 1. til 24. desember.
  • Að vænta vonar er jóladagatal þjóðkirkjunnar 2010. Það samanstendur af 24 stuttum myndböndum sem voru frumsýnd á aðventu. Á hverjum degi frá 1.-24. desember var eitt myndband sett á YouTube og deilt á Facebook. Þema dagatalsins var von og á hverjum degi deildu vonarberar með okkur sínum skilaboðum.
  • Gleðidagarnir eru fimmtíu. Þeir hefjast á páskum og standa til hvítasunnu. Við blogguðum í fyrsta sinn á gleðidögum 2011, öðru sinni 2012, í þriðja sinn 2013 og í fjórða sinn 2014. Á hverjum gleðidegi bloggum við og deildum einhverju uppbyggilegu, skemmtilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.
  • Lúther.is var vefur um Martein Lúther og siðbótina sem var settur upp í aðdraganda 500 ára afmælis siðbótarinnar. Þar var hægt að fræðast um siðbótarmanninn og sýn hans á Biblíuna og kirkjuna. Þar var líka hægt að sækja rafbók um Lúther og siðbótina. Vefurinn hefur síðan verið tekinn 
  • Biskupskjör 2012. Í aðdraganda biskupskjörs árið 2012 settum við upp yfirlitssíðu með vísunum á fréttir og pistla um biskupskjör og kirkju á Íslandi. Við settum líka upp yfirlitssíðu fyrir síðari umferðina og yfirlitssíðu yfir fjölmiðlaumfjöllun fyrstu vikurnar eftir kjör Agnesar biskups.
  • Ellefta heimsþing Lútherska heimssambandsins í Stuttgart 2010. Árni tók þátt í því sem starfsmaður sambandsins og Kristín var einn af fulltrúum þjóðkirkjunnar á þinginu. Árni ritstýrði myndböndum á ensku  sem gáfu innsýn í heimsþingið.

Ljósmynd: Arash á Unsplash.