Uppáhalds iðja á laugardögum í Genf er að heimsækja Apple-búðina þar sem snjallir starfsmenn leiða unga stúlku til fundar við vélmenni. Hún forritar og vélmennin framkvæma. Tvisvar hefur hún stýrt Sphero bolta um völundarhús með fyrirmælum og í dag var það lítill Meebot sem gekk og dansaði. Í leiðinni lærum við á Swift forritunarmálið sem er ágætis bónus.
Stúlkan og vélmennið
You may also enjoy…