Hver erum við?

Hér blogga saman Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir um samfélag, trú, mat og drykk, fjölskyldur, ástina, lífið – hvaðeina sem snertir mannlega tilvist.

Þetta blogg er ferðalag sem við leggjum upp í saman, mót framtíð sem ber með sér spennandi áskoranir og tækifæri. Við bjóðum þér að slást í för og leggja orð í belg, taka þátt í samræðunni.

Okkur finnst gaman að nálgast hluti og hugsanir með öðru móti en venjan er og að virða þá fyrir okkur í nýju ljósi. Forvitni og innlifun gagnast vel í lífinu og gerir okkur hæfari til að njóta þess fallega og takast á við hið óvænta.

Við viljum taka þátt í að tala um samfélag, trú, mat, fjölskyldur, ástina og lífið. Við trúum að það leiði okkur á nýjar og frjósamar lendur.

Við

  • Erum hjón
  • Eigum sex börn
  • búum á Íslandi og í Sviss
  • Höfum lesið guðfræði á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum
  • Erum prestar en vinnum ekki alltaf sem slík
  • Höfum óslökkvandi áhuga á mannlífinu
  • Erum guðfræðingar
  • Elskum lífið