Nóttin var sú ágæt ein er tíundi sálmurinn í jóladagatali Lútherska heimssambandsins. Sálmurinn er hér í flutningi Kórs Langholtskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sem einnig leikur á orgel. Upptakan er úr jólamessu biskups og kemur úr safni Rúv sem veitti leyfi til að deila þessum fallega sálmi með heimsbyggðinni.
Allir sálmarnir í dagatalinu koma frá aðildarkirkjum Lh sem eru 148 talsins í 99 löndum.