Árni og Kristín

Gleðidagur 4: Vigdís

Vigdís forseti er níræð í dag. Þegar við vorum að alast upp var hún kjörin forseti Íslands og varð þar með fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins þjóðarleiðtoga. Hún lagði rækt við íslenska tungu og var jafnframt ötull talsmaður þess að læra erlend tungumál. Fyrir það og allt hennar starf viljum við þakka.

Þess vegna segjum við á ólíkum tungumálum:

Takk,
merci,
grazie,
gracias,
thank you,
danke,
salamat,
tak,
terima kasih Vigdís.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

You may also enjoy…