Á dögunum var sagt frá metnaðarfullri áætlun um aukningu hjólreiða og minnkun mengunar í Mílanó. Hámarkshraði verður lækkaður í borginni og 35 kílómetrum af borgargötum verður breytt í hjólagötur með minna plássi fyrir einkabílinn og meira plássi fyrir fólk á göngu eða hjóli.
Þetta eru góðar fréttir á gleðidögum. Borgargötur mega hafa fólk í fókus frekar en bíla.