Árni og Kristín

Notuð spariföt fá nýtt líf

Það leynist margt í fataskápunum á heimilunum í borginni. Í sumum eru jafnvel falleg spariföt sem ekki hafa ekki verið notuð oft og eru kannski orðin of lítil. Næstu tvær vikurnar ætlum við í Laugarneskirkju að safna gömlum sparifötum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Sjálfboðaliðar Hjálparstarfsins ætla svo að flokka fötin og deila þeim út til síns fólks í desember. Það vantar alltaf falleg og góð föt á skólabörn, ekki síst drengi á aldrinum 5-14 ára. Ef þú, lesandi góður, lumar á fallegum fötum sem ekki eru lengur not fyrir þá væri gaman að fá þig í heimsókn.

Kirkjan er opin alla daga nema mánudaga og það verður heitt á könnunni.

Sjáumst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…