Árni og Kristín

Kærleikur í búningsklefanum

Árni:

Vinur minn var staddur í sundlaug á dögunum. Hann synti og fór svo aðeins í pottinn og lét líða úr sér. Svo fór hann upp úr og þar sem hann stendur í búningsklefanum sér hann útundan sér tvo menn. Þetta voru stórir og vígalegir menn sem litu svona svolítið „mótorhjólatöffarahandrukkaralega“ út eins og hann orðaði það. Þeir voru að tala saman með talanda sem maður tengir við töffaraskap. Hann hugsaði svosem ekkert meira um það en þessi upplifun af gaurunum tveimur skapaði ákveðnar væntingar hjá honum.

Kærleikur í búningsklefanum, prédikun í Hóladómkirkju 3. ágúst 2014.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…