Árni og Kristín

Gleðidagur 6: Tvær lykilspurningar

Sagt er að Egyptar til forna hefðu haft þá trú að þegar þeir kæmu til himna væru þeir spurðir tveggja spurninga, sem hefðu úrslitaáhrif á það hvort þeir kæmust þar inn:

  • Hefur þú fundið gleði í lífinu?
  • Hefur þú fært öðrum gleði?

Á sjötta gleðidegi deilum við þessum tveimur lykilspurningum með ykkur.

Myndin er í eigu British Museum og sýnir egypska guðinn Anubis vega hjörtu mannanna við andlát þeirra.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Responses

  1. Sigurður Ingólfsson Avatar
    Sigurður Ingólfsson

    Þetta er nú falleg tilvitnun, hvar funduð þið þetta? Reyndar afskaplega réttar spurningar alla daga og líklega hverja stund?

    Í Guðs friði,
    Sigurður Ingólfsson

  2. Kristín Þórunn Avatar
    Kristín Þórunn

    Takk fyrir kveðjuna kæri Sigurður. Það var þinn fallegi fb status um daginn sem minnti mig á þessa hendingu úr trúarbragðafræðinni, margt áhugavert í Bók hinna dauðu sem hinir fornu Egyptar skildu eftir sig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…