Árni og Kristín

Gleðidagur 2: Tíu ný boðorð

Á twitter má finna reikning með mynd af gömlum hvíthærðum skeggjuðum og þungbrýndum karli. Hann kallar sig Guð. Að morgni páskadags deildi hann tíu nýjum boðorðum:

  1. Hlæðu
  2. Lestu
  3. Segðu „vinsamlegast“
  4. Notaðu tannþráð
  5. Vertu gagnrýnin, leyfðu þér að efast
  6. Stundaðu líkamsrækt
  7. Lærðu
  8. Ekki hata
  9. Enga vitleysu
  10. Slakaðu á

Á öðrum gleðidegi viljum við deila þessu með ykkur, af því að það er alveg nóg pláss fyrir uppbyggileg boðorð í veröldinni okkar.

Myndin sýnir Charlton Heston sem lék Móses í Boðorðunum tíu. Hann er líka gamall karl með skegg og sést með boðorðatöflurnar tvær sem Móses fékk á fjallinu.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…