Árni og Kristín

Jólamynd #2: Fæðing frelsarans

Biblíumyndin Fæðing frelsarans segir frá ferðalagi þeirra Maríu og Jósefs frá Nasaret til Betlehem. Ferðalagið er erfitt og sem áhorfandi öðlast maður kannski dýpri skilning á því sem hjónin ungu þurftu að ganga í gegnum. Guðspjallið er myndskreytt.

Eftir langa göngu komast þau til smábæjarins Betlehem. Og við vitum nú eiginlega hvernig þetta endar. Höfum nefnilega lesið bókina.

Barnið fæðist í fjárhúsinu. Foreldrarnir fegnir og dást að litla kraftaverkinu. Dýrin eru allt um kring. Englar birtast hirðunum. Það er mikil dýrð og mikið ljós. Og vitringarnir mæta á staðinn. Og þetta er svona – svo vitnað sé í Baggalút – eins og í Biblíumyndunum.

Í eftirminnilegu skoti sjáum í fjarmynd inn í hellinn sem er fjárhús. Hann er rækilega upplýstur. Það sést móta fyrir öllum lykilpersónunum. Ljósgeisli skín af himni. Allt er eins og það á að vera.

Stundin er heilög og bíómyndin miðlar því vel og ber kannski með sér þá sýn að jólin séu tími þegar hið heilaga verður nálægt og sýnilegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…