Árni og Kristín

Gleðidagur 38: Sálmabókin á YouTube

Sálmabókin er mikilvægt hjálpartæki trúarlífsins. Margir geyma hana á náttborðinu og grípa til sálmanna þegar beðist er fyrir kvölds og morgna. Svo eru margir með snjallsímann eða spjaldtölvuna á náttborðinu og hana má líka nota til að nálgast sálmabókina. Svo er líka hægt að horfa til samtímasálmanna eru eru víðsvegar á YouTube. Þeir geyma góðan innblástur fyrir trúarlífið, uppörvun og hvatningu og orðun á tilfinningunum sem við berum innra með okkur.

Á þrítugasta og áttunda gleðidegi þökkum við fyrir samtímasálmaskáldin sem flétta saman tóna og orð og færa okkur í hæðir. Ásgeir Trausti er eitt þeirra.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…