Árni og Kristín

Til hamingju með ein hjúskaparlög

Árni og Kristín:

Til hamingju með daginn

Til hamingju með ein hjúskaparlög sem taka gildi í dag. Deginum verður fagnað með fjölbreyttum hætti í kirkjum víða um land, t.d. verður gleðimessa á Möðruvöllum í Hörgárdal kl. 20.30 í kvöld.

Þessi dagur er gleðilegur af svo mörgum ástæðum. Það er sannarlega skref í rétta átt í mannréttindamálum að samkynhneigðir séu ekki aðgreindir með sérstökum lögum sem gilda bara um þá. Kirkjan hefur verið þátttakandi í samtalinu um hjúskaparlögin vegna þess að trúfélög á Íslandi hafa umboð til að vígja í hjónaband. Innan kirkjunnar – eins og í samfélaginu öllu – hefur grundvallar viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum átt sér stað.

Frá og með deginum í dag geta öll pör gengið í hjónaband í þjóðkirkjunni. Þannig á það að vera – og því ber að fagna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…