Árni og Kristín

Fjórar mínútur á tæpum fjórum mínútum

Fjórar mínútur var síðast sýnd í Tjarnarbíói. Þá fluttum við Oddný Sen stuttar innlýsingar áður en myndin hófst. Upptaka af innlýsingu Árna Svans er með þessari bloggfærslu. Hún er tæpar fjórar mínútur og fjallar meðal annars um vonina í Fjórum mínútum, frelsi og fjötra:

„Myndin hreyfir líka við áhorfandanum. Það er unnið með samspil frelsis- og fjötra og sýnt með áhrifamiklum hætti hvernig það sem fjötrar manninn getur bæði verið hið innra og hið ytra. Erfið reynsla úr fortíðinni er nefnilega byggingarefni í mun sterkari fjötra en steinsteypan og stálið sem fangelsið er byggt út! Það sýnir Vier Minuten.“

Verið velkomin á sýninguna í Bíó Paradís annað kvöld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…