Árni og Kristín

Gleðidagur 6: Brúðkaupsdagur

Á brúðkaupsdegi Vilhjálms og Katrínar viljum við ræða hjónabandið og deila viðtali við Rowan Williams. Hann er erkibiskup af Kantaraborg og gaf ungu hjónin saman í morgun. Hér segir hann meðal annars að í hjónabandinu felst tvenns konar skuldbinding. Annars vegar um að vera tilbúin að deila lífinu með annarri manneskju, hins vegar að kynnast þessari sömu manneskju betur, lífið á enda.

Erkibiskupinn bætir við nokkrum orðum til þeirra sem fylgdust með hjónavígslunni í morgun:

„Við eigum að vera vitni í virkri merkingu, ekki bara áhorfendur, heldur virk vitni sem styðja það sem á sér stað.“

Og hvað þýðir það? Að vera virk vitni þýðir að leggja sitt af mörkum til góðs. Það er góð hvatning til okkar á gleðidögum, ekki bara varðandi hjónaband þeirra Vilhjálms og Katrínar, heldur varðandi allt gott í samfélaginu okkar.

Við skulum vera virk vitni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…