Árni og Kristín

Gleðidagur 8: Hrós er ljós

Barnastarf kirkjunnarSkötuhjúin Hafdís og Klemmi hafa verið fastagestir í barnastarfi og fjölskylduguðsþjónustum í vetur. Í dag var seinasta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins í Brautarholtskirkju og við horfðum saman á þátt þar sem Hafdís og Klemmi velta fyrir sér orðum Jesú um að við séum ljós heimsins.

Hvað merkir það eiginlega?

Vinirnir átta sig á því að ein leið til að skilja þetta er að sjá orðin sem hvatningu til að láta gott af sér leiða. Til dæmis með því að hrósa. Þetta er dregið saman í lokaorðum þáttarins: Hrós er ljós –  hrósandi verðum við ljós heimsins.

Þetta er falleg og góð hvatning á áttunda gleðidegi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…