Árni og Kristín

Bæn um frið á erfiðum tímum

Guð réttlætis, friðar og sátta.

Á tímamótum nýrra átaka í Mið-Austurlöndum, komum við fram fyrir þig, með brostin hjörtu vegna þjáningar, dauða og ranglætis sem hafa dunið yfir íbúa Landsins helga. 

Öll erum við ein fjölskylda en upplifum samt daglega hvað samskipti okkar eru brotin. 

Miskunnsami Guð, við biðjum að þú umbreytir hjörtum og huga, setjir virðingu fyrir öðrum í stað fjandskapar, og að ótti víki fyrir náungakærleika.

Við biðjum fyrir friði í Landinu helga og Mið-Austurlöndum og að stríð og ofbeldi taki enda. 

Endurnýja von okkar, ó Guð.

Við biðjum um lausn gísla í haldi, við biðjum um vernd yfir saklausum, um að mannréttindi séu virt, að hjálparliðar njóti verndar.

Gef leiðtogum visku og hugrekki til að velja frið framyfir stríð.

Megi réttlæti umvefja íbúa Palestínu. 

Opna framtíðarleiðir fyrir börn Ísraels og Palestínu að lifa saman í öryggi og friði. 

Miksunnsami Guð, gef okkur frið inn í stríðandi aðstæður, til svæða sem upplifa átök og stríð:

Í Úkraínu, Súdan, Myanmar og svo mörgum öðrum löndum.

Gef okkur umbreytandi frið sem fær að ríkja, gef að þjóðir og samfélög sættist og fái lifað saman lífi í fulli gnægð, eins og þú hefur fyrirbúið þeim öllum.

Amen. 

Þessi bæn kemur frá Lútherska heimssambandinu, Kristín þýddi hana á íslensku.

You may also enjoy…