Árni og Kristín

Ósíuð aðventa 1: Dagatalið

Aðventan er magnaður tími. Hún lýkur upp mörgum stefjum sem kristin trúarhefð leggur okkur á hjarta í aðdraganda jólanna. Eitt af þessum stefjum aðventunnar er vonin sem í kristinni trúar er ætluð öllum en ekki fáum útvöldum. Boðskapur aðventu og jóla um frið á jörðu og velþóknun Guðs gengur út á þetta og beinist sérstaklega að þeim sem eru jaðarsett. Þau eru sérstakur farvegur vonarinnar sem ætluð er öllu mannkyninu.

Okkur langar að lyfta aðventunni upp sem innleggi í samtalið um manneskjur, merkingu og mátt í aðdraganda jólanna. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að setja fingurinn á eitthvert stef eða viðburð sem dregur fram skilaboð kristinnar trúar inn í aðstæður og reynslu manneskjunnar hér og nú.

Aðventubloggið okkar heitir #ósíuð aðventa vegna þess að í textum og boðskap Biblíunnar er svo mikið raunsæi og nánd. Okkur hættir stundum til að missa sjónar af því í kapphlaupi samtímans.

Takk fyrir að eiga #ósíaða aðventu með okkur.

Færslurnar

[display-posts category=”osiud-adventa” posts_per_page=”24″ include_date=”true” date_format=”j. F, Y”]

#ósíuðaðventa

You may also enjoy…