Árni og Kristín

Litanía og dygðir, Britney Spears, Bono, Davíðssálmar og kirkjuskipan

Nýjasta tölublað Ritraðar Guðfræðistofnunar er komið út. Þetta er annað tölublaðið sem kemur nú út eftir að tímaritinu var breytt í vefrit. Að þessu sinni eru fimm greinar og einn ritdómur í ritröðinni:

  • Einar Sigurbjörnsson: Litanía
  • Guðmundur Sæmundsson: Glæðing dygða í hverri þraut. Um tengsl íþrótta og kristinnar trúar
  • Guðni Elísson: „Britney fokkíng Spears.“ Kærur Vantrúar og innihaldsgreining í hugvísindum
  • Gunnar J. Gunnarsson: Bono og Davíð. Áhrif Davíðssálma á texta hljómsveitarinnar U2
  • Hjalti Hugason: Kirkjuskipan fyrir 21. öld. Önnur grein: Frjáls og aðskilin kirkja?
  • Sólveig Anna Bóasdóttir: Ritdómur um Ask the Beasts. Darwin and the God of Love eftir Elizabeth A. Johnson

Líklega verður að gera könnun meðal lesenda til að fá viðhorf þeirra til breytingarinnar á formi ritsins, en mér finnst þetta vera framfaraskref og það hefur þegar leitt til þess að ég les meira af Ritraðargreinum en áður.

You may also enjoy…