Árni og Kristín

Gleðidagur 5: Sumarvinir

Jónas yrkir um sumarvini sem gleðja augu og kannski nefið líka:

Vissi ég áður voruð þér,
vallarstjörnur um breiða grund,
fegurstu leiðarljósin mér.
Lék ég að yður marga stund.
Nú hef ég sjóinn séð um hríð
og sílalætin smá og tíð. –
Munurinn raunar enginn er,
því allt um lífið vitni ber.

Á sjötta gleðidegi viljum við þakka fyrir skáldin okkar. Með fallegu orðunum sínum minna þau meðal annars á það smáa í lífinu sem er fullt af fegurð og kallar fram þakklæti í huga og hjarta.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…