Árni og Kristín

Styttan og eplatréð

„Þótt ég vissi að heimsendir yrði á morgun þá myndi ég planta eplatré í dag,“ á siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther einu sinni að hafa sagt. Þessi tilvitnun er rótin að fallegum minnisvarða um siðbótina í Wittenberg. Minnisvarðinn samanstendur af 500 trjám sem munu standa í svokölluðum Lúthersgarði. Við vorum stödd þarna í síðustu viku í góðri fræðsluferð með Biskupsstofu. Við það tækifæri plantaði Agnes biskup þjóðkirkjutré í garðinn.

Við tókum myndir og gerðum myndband.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…