Árni og Kristín

Trúfrelsið og moskan

Ég er ekki viss um að trúfrelsi sé í landi þar sem þegnarnir geta valið sér trúarbrögð en aðeins hluti þeirra má byggja sér helgidóma, umgjörð fyrir átrúnað sinn. Hinum er sagt að láta lítið á sér bera og fara helst með veggjum.

Vissulega eru til öfgar í öllum trúarbrögðum. Harðlínumenn eiga oft léttast með höfða til fólks þegar neyðin er mest og ranglætið ríkir. Sennilega er ekki til betri forvörn gegn öfgum en sanngjarnt og frjálst þjóðfélag og gildir þá einu hvort ofstækisliðið kennir sig við Krist eða Múhameð, er trúað eða trúlaust eða til vinstri eða hægri í pólitík.

Svavar Alfreð Jónsson: Moskur, hof og kirkjur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…