Árni og Kristín

Gleðidagur 49: Menntun fyrir lífið

Krakkarnir föndra

Í vikunni fengum við að heyra að litli einhverfi kúturinn okkar hefur fengið skólavist í Klettaskóla næsta vetur. Það voru góðar fréttir fyrir hann og fjölskylduna alla.

Þegar við heimsóttum skólann fyrr í vetur leist okkur vel á það hvernig börnunum er mætt. Þau eru eins og gefur að skilja býsna ólík og þarna fá þau færi á að læra á sínum forsendum og eru þjálfuð í að takast á við lífið sem býður þeirra að skólagöngu lokinni.

Slagorð Klettaskóla er Menntun fyrir lífið og það finnst okkur gott markmið fyrir skóla. Á fertugasta og níunda gleðidegi, sem er frídagur í skólum landsins, viljum við þakka fyrir kennarana í öllum skólum sem mæta börnum eins og þau eru og mennta þau vel fyrir lífið. Það er svo sannarlega þakkarefni.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…