Árni og Kristín

Gleðidagur 45: Stjörnstríð eða -friður?

Úr Star Trek: Into Darkness
Spock, John Harrison og Kirk í kvikmyndinni Star Trek: Into Darkness

Í vetur horfðum við á sjónvarpsþættina Big Bang Theory með stelpunum okkar. Það reyndist hin besta skemmtun og veitti skemmtilega innsýn vísindi og nördaskap. Eitt af því sem reglulega er fjallað um í þessum þáttum eru sjónvarpsþættirnir og kvikmyndirnar um Star Trek.

Nýjasta Star Trek kvikmyndin var frumsýnd á dögunum og hún sver sig í ættina þegar kemur að því að fjalla um áhugaverð siðferðisleg álitamál. Hún er líka býsna vel gerð. Tvö temu standa upp úr eftir áhorfið: spennan milli stríðs og friðar og spurningin um það hvort réttlætanlegt er að víkja til hliðar reglum og fyrirmælum til að bjarga lífum.

Án þess að fara nokkuð út í efni myndarinnar er hægt að ljóstra því upp að í Star Trek útgáfunni af heiminum er tekin nokkuð skýr afstaða með friði og með fólki, gegn stríði og ranglátum reglum. Það er góð afstaða. Star Trek er semsagt ekki veröld stjörnustríðs heldur stjörnufriðar.

Á fertugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir boðbera friðar, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…