Árni og Kristín

Gleðidagur 18: Hvernig verða börnin til?

Fyrr í vikunni áttum við skemmtilegt samtal við góða vini um það hvernig þau heyrðu fyrst hvernig börnin verða til. Á þessu virðist vera nokkur kynslóðamunur. Þegar við hjónum stóðum frammi fyrir því að verða eldri systkini fengum við bæði litla græna bók með dásamlegum teikningum sem tóku af öll tvímæli um það hvernig þetta á sér stað.

Það var upplýsandi.

Í vetur var samtalið um það hvernig börnin verða til sett á svið með eftirminnilegum hætti í Hljómskálanum. Hulli og Laddi syngjast á í laginu Storkurinn og má heyra tvenns konar skýringar. Þá langsóttu um storkinn með þotuhreyfil í rassinum og afar heitan andardrátt og svo hina stuttu um ástalíf mömmu og pabba.

Á átjánda gleðidegi viljum við þakka fyrir börnin sem spyrja og foreldrana alla sem miðla börnunum sínum af visku og eru óhrædd við að eiga samtölin sem einu sinni þóttu afskaplega vandræðaleg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…