Árni og Kristín

Gleðidagur 49: Mmmm matur

Monsieur Vuong

Hvítasunnan er fjölmenningarhátíð. Þegar kirkjan varð til mættust ólíkir menningarheimar og fjöldi tungumála. Eitt af því sem hlýtur að hafa verið til staðar þennan örlagaríka dag var margskonar matur. Rétt eins og i stórborgum samtímans.

Myndin með þessari bloggfærslu var tekin í uppáhaldsstórborginni
Berlín í fyrra. Þegar við erum þar reynum við einmitt að upplifa þetta og borðum t.d. á ítölskum, víetnömskum, japönskum, bandarískum og rússneskum veitingastöðum. Og auðvitað þýskum 😉

Á fertugasta og níunda gleðidegi sem er aðfangadagur hvítasunnu gleðjumst við yfir fjölmenningunni sem hefur skilað okkur undursamlegum mat.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…