Árni og Kristín

Gleðidagur 31: Krakkar hitta kindur og krabba

Forvitin kind

Krabbinn skoðaður

Bjarteyjarsandur

Við fórum í sveitaferð með leikskólanum í dag. Sveitaferðardagurinn var öðruvísi dagur þegar við vikum frá hefðbundinni dagskrá leikskólabarna og foreldra þeirra. Þetta var dagurinn þegar við hittum litlu lömbin og kindamömmurnar þeirra. Lékum okkur í heyinu. Tókum upp krossfiska og krabba. Nutum samvista við náttúru og hvert annað.

Það er gott að eiga öðruvísi daga og það viljum við þakka á þrítugasta og fyrsta gleðidegi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…