Árni og Kristín

Gleðidagur 10: Börnin í borginni

Listilega skreyttar múffur

Í dag var Barnamenningarhátíð sett í Hörpunni. Jón Gnarr, borgarstjóri, flutti ávarp og sagði meðal annars við börnin:

Látið engan segja ykkur að þið getið ekki verið listamenn. Munið að þið getið allt!

Stundum er sagt að börnin séu framtíðin og það má til sanns vegar færa. En börnin eru líka samtíðin og því skulum við halda á lofti. Þess vegna sagði borgarstjórinn ekki „þið munuð geta allt“ heldur „þið getið allt“.

Hér endurómar borgarstjórinn orð postulans í Fyrra Tímóteusarbréfi í Nýja testamentinu þar sem segir: “Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi”(1. Tím 4.12).

Á tíunda gleðidegi gleðjumst við yfir börnunum í borginni sem eru góðar fyrirmyndir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…