Árni og Kristín

Gleðidagur 37: Takk

„Ef eina bænin sem þú færir með í lífinu væri „Takk“ þá myndi það nægja.“

Þessi bæn er eignuð Meister Eckhart. Hann var þýskur heimspekingur, dulhyggjumaður og guðfræðingur sem var uppi á miðöldum. Eckhart var munkur af reglu Dóminíkana og bjó um tíma í borginni Erfurt sem var miðstöð viðskipta og mennta á miðöldum. Hann er meðal annars þekktur fyrir prédikanir sem hann flutti á móðurmálinu í stað latínu.

Við gerum þakkarbænina hans að okkar á þrítugasta og sjöunda gleðidegi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…