Árni og Kristín

Einfalt og hollt og fjölbreytt

Skyr með bláberjum og smá rjóma er afbragðs matur.

Skyr með bláberjum og smá rjóma er afbragðs matur.

Okkur langar að taka undir með Steinunni Stefánsdóttur sem skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag. Hún segir meðal annars:

Vitað er að mataræði og neysluvenjur allar hafa veruleg áhrif á heilsu. Þegar barni er gefið að borða er þannig ekki bara verið að seðja hungur og næra það fyrir daginn heldur er líka verið að leggja inn til framtíðar, ala upp neytanda. Sá matur sem börnum er boðinn hefur áhrif á það hvernig matarsmekkur þeirra þróast og þar af leiðandi hvernig mat þau munu velja sér þegar þau hljóta sjálf til þess umboð. Þannig geta matarvenjur í æsku haft verulega áhrif á heilsu, ekki bara á barnsaldrinum heldur um alla framtíð.

Leggjum áherslu á einfaldan, hollan og fjölbreyttan mat. Fyrir börnin í skólanum. Fyrir börnin og foreldrana heima.

Ps. Lesendur bloggsins mega gjarnan deila með okkur hugmyndum og jafnvel uppskriftum að einföldum og hollum uppáhaldsmat.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may also enjoy…