Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Ferðalagið

    Í dag sendi Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem í daglegu tali er kölluð UNHCR, frá sér stuttmyndina The Journey. Hún sýnir á rúmri mínútu ferðalag flóttafólks, frá heimilinu sínu, í flóttamannabúðir, á Ólympíuleikana. Tilgangurinn er að vekja athygli á Team Refugees sem er lið Flóttamannahjálparinnar á komandi Ólympíuleikum.

    The Journey er stuttmynd um ferðalag fólks á flótta.

    Þetta er grípandi mynd.

    Ein þeirra sem nú undirbýr sig er Rose Lokonyen frá Suður Súdan. Hún er hlaupakona sem þurfti að yfirgefa heimalandið. Hennar heimili er nú í Kakuma flóttamannabúðunum í Kenya og þar starfaði hún meðal annars fyrir Lútherska heimssambandið.

  • Gleðidagur 21: Grænt

    Morgunstund gefur gull í mund segir máltækið. Hún gefur líka tækifæri til að upplifa morgunfegurðina þegar sólin rís.

    Þessar myndir voru teknar í morgun á göngutúr um nágrennið.

  • Gleðidagur 15: Göngutúrar

    Við elskum að ganga. Það gerir líka göngugarpurinn Craig Mod. Hann skrifaði ritgerð um nýlega göngu í Japan. Þetta er ekki stutt lesning en mjög áhugaverð og þess virði að lesa.

    Á fimmtanda gleðidegi þökkum við fyrir daga á göngu.

  • Gleðidagur 6: Bækurnar í lífinu

    Á sjötta gleðidegi langar okkur að þakka fyrir bækurnar í lífinu og deila einni nýrri. Hún heitir The Way Under Our Feet og fjallar um gleðina sem helst felst í því að ganga. Hvort tveggja er uppáhalds iðja.

    Hvað ert þú að lesa núna? Hvar þykir þér skemmtilegt að ganga?

  • Frumskylda: að standa með þeim sem minna mega sín

    Tamas Fabiny er höfuðbiskup lúthersku kirkjunnar í Ungverjalandi. Í pistli sem birtist á vef Lútherska heimssambandsins horfir hann 75 ár aftur í tímann, þegar fyrstu ungversku Gyðingarnir voru fluttir í fangabúðir:

    I recently met Éva Fahidi, a 93-year-old holocaust survivor. She was able to recall her story in detail. She lost her parents and an 11-year-old sister, as well as other family members. She also met Josef Mengele, the ‘angel of death’ in person. She remembers standing naked, with her head shaved, waiting for her fate to be fulfilled. […]

    The Holocaust did not start with the gas chambers, but with vulgar jokes, provocations and social exclusion. Sadly, we see today how people use the word ‘Christian’ to mean ‘anti-Jewish’ and how prayer and hatred may exist side by side in someone’s thoughts and heart.

    Tamas Fabiny

    Þetta er brýn áminning andspænis hatursorðræðu. Við eigum að læra af sögunni og gæta okkar minnstu systkina – hverrar trúar sem þau eru. Frumskyldan er að standa með þeim sem minna mega sín.

  • Íslenskur sálmur í alþjóðlegu jóladagatali

    Nóttin var sú ágæt ein er tíundi sálmurinn í jóladagatali Lútherska heimssambandsins. Sálmurinn er hér í flutningi Kórs Langholtskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sem einnig leikur á orgel. Upptakan er úr jólamessu biskups og kemur úr safni Rúv sem veitti leyfi til að deila þessum fallega sálmi með heimsbyggðinni.

    Allir sálmarnir í dagatalinu koma frá aðildarkirkjum Lh sem eru 148 talsins í 99 löndum. 

  • Stúlkan og vélmennið

    Uppáhalds iðja á laugardögum í Genf er að heimsækja Apple-búðina þar sem snjallir starfsmenn leiða unga stúlku til fundar við vélmenni. Hún forritar og vélmennin framkvæma. Tvisvar hefur hún stýrt Sphero bolta um völundarhús með fyrirmælum og í dag var það lítill Meebot sem gekk og dansaði. Í leiðinni lærum við á Swift forritunarmálið sem er ágætis bónus.

  • Péturskirkja í Genf

    Dómkirkjan í Genf er kennd við Pétur postula. Hún var í upphafi kaþólsk en varð reformert á siðbótartímanum. Þetta var kirkja Kalvíns og í henni er meðal annars að finna stól siðbótarmannsins.

    Eitt einkenni kirkjunnar eru turnarnir sem sjást langt að. Á myndinni sést einn þeirra kyssa haustlauf á tré.

  • Hjólað í kjól og hvítu

    Við skelltum okkur í hjólaferð um Genf í gær þar sem uppábúnir hjólreiðakarlar og -konur nutu dagsins, a la hið íslensk TweedRide.

    Fleiri myndir

  • Sjö svarthvítar hversdagsmyndir

    Ég fékk áskorun um að birta sjö svarthvítar myndir á instagram. Úr urðu sjö innlit í hversdaginn okkar í Genf. (more…)