Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Hlustar þú?

    Morgunbæn á Rás 1, föstudaginn 23. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.

    Hvernig gengur þér að hlusta? Á þig sjálfan? Á annað fólk? Á tilfinningar og aðstæður? Finnst þér skarkalinn í samfélaginu ærandi? Hraðinn of mikill? Upplýsingarnar þrúgandi? Er of mikið um að vera? Finnst þér aðrir hlusta á þig þegar þú talar? Finnst þér aðrir skilja þig? Hlustar þú þegar aðrir tala við þig? Skilur þú? (more…)

  • Zzzzzzzz

    Morgunbæn á Rás 1, fimmtudaginn 22. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Svefninn er okkur mannfólkinu nauðsynlegur. Við þurfum að hvílast til að geta tekist á við annir dagsins. Stundum kemur hann fljótt og við svífum til móts við draumana jafnharðan og lagst er á koddann. Stundum kemur hann seint eða jafnvel ekki og nóttin verður löng og jafn annasöm og dagarnir. Kannski er ástæðan sú að áhyggjur þjaka. Kannski af því að verkefnin eru svo mörg. (more…)

  • Ég elska þig

    Morgunbæn á Rás 1, miðvikudaginn 21. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið endurnærandi og góður.

    Þegar rætt er um ástina eða kærleikann í Biblíunni þá er hún aldrei bara tilfinning. Henni fylgja alltaf aðgerðir og verk. Á sama hátt er ástin í hjónabandi eða sambandi með fleiru en orðum. Hún er tjáð með lífinu öllu. Orðum þurfa að semsagt að fylgja verk sem endurspegla raunveruleika ástarinnar. „Ég elska þig“ segjum við „og ég sýni það með lífi mínu öllu.“
    Ást okkar mannfólksins er einskonar eftirmynd af ást Guðs á heiminum. Þess vegna birtist hún í verkefnum sem beinast að velferð annars. Þau ná í raun til allra sem við tengjumst, ekki bara þeirra sem við erum bundin fjölskyldu- eða vináttuböndum. Okkur á að vera annt um velferð alls mannfólks. (more…)

  • Að velja rektor og biskup

    Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands skrifar um rektorskjör í Fréttablaðið í dag:

    Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára.

    Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti.

    Þetta er ekki einsdæmi en það er óalgengt. Hliðstæðan er til dæmis kjör biskups Íslands og vígslubiskupa í þjóðkirkjunni. Þar eru það vígðir starfsmenn þjóðkirkjunnar og kjörnir fulltrúar sjálfboðaliða í kirkjunni sem velja.

    Atkvæðamagnið er hlutfallslegt í háskólanum en atkvæði gilda jafnt í kirkjunni. Af þeim sökum fara leikmenn með fleiri atkvæði í biskupskjöri en vígðir fulltrúar. Atkvæði háskólamenntaðra starfsmanna gilda hins vegar meira í rektorskjöri.

    Allir starfsmenn og nemendur hafa atkvæði í háskólanum, en það eru vígðir menn (hliðstæðir við starfsmenn með háskólapróf) og fulltrúar leikmanna sem fara með atkvæðin í kirkjunni.

  • Friður sé með þér

    Morgunbæn á Rás 1, þriðjudaginn 20. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég vona að þú hafir hvílst vel í nótt og að svefninn hafi verið þér endurnærandi og góður.

    Einn fallegasti hluti messunnar í kirkjunni er það sem við köllum friðarkveðju. Þá snýr presturinn sér að söfnuðinum og segir eða syngur: Friður Drottins sé með yður Söfnuðurinn svarar síðan kveðjunni. Það er misjafnt hvað fylgir á eftir. Stundum heldur messan áfram. Þá stendur friðarkveðjan eins og sér sem örlítil áminning um að við eigum að vera friðarfólk. (more…)

  • Skipulögð glæpastarfsemi, ekki trúarbrögð

    Ritstjórn Kjarnans:

    Mennirnir sem skutu blaðamenn Charlie Hebdo voru ekki sendiboðar trúarbragða eða hugmyndafræði, heldur stigu þeir með afgerandi hætti yfir línu réttarríkisins og gerðust sekir um hrikalegan siðlausan verknað samkvæmt okkar gildum og lögum. Þeir voru fjöldamorðingjar, studdir áfram af fólki sem heldur úti skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki síst af þessum sökum, þá ættu þingmenn að tala varlega og færa umræðuna hér á landi, sem á rætur að rekja til hrikalegra glæpa úr í heimi, ekki beint inn á borð trúarbragðanna. Þar á hún ekki heima.

    Sammála. Þetta ættum við öll að hafa hugfast, ekki bara þingmennirnir sem ritstjórnin beinir orðum sínum til.

  • Taktu þér tíma

    Morgunbæn á Rás 1, mánudaginn 19. janúar:

    Góðan dag kæri hlustandi.

    Ég heilsa þér í upphafi vinnuvikunnar og vona að nóttin hafi verið þér góð.

    Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Hann líður áfram, stund fyrir stund, mínútu fyrir mínútu. Stundum alltof hægt og stundum of hratt. (more…)

  • Sakkeus og Sarkozy

    Kristín:

    Sarkozy þarf ekki að vera fremstur, Sakkeus þarf ekki að vera uppi í tré! Jesús býður honum að sitja með sér, eiga samtal, það er þá sem umskiptin til góðs eiga sér stað. Sakkeus ákveður að gefa af eigum sínum til fátækra og leiðrétta ranglæti sem hann kann að hafa valdið.

    Sakkeus og Sarkozy mættust í sunnudagsprédikuninni í Laugarneskirkju.

  • Hér er kall, um köllun frá konum til kalla

    Árni:

    Ung kona leggst til svefns eftir annasaman dag. Hún býr ein í íbúð í stórborginni. Henni finnst það gott. Hún er rétt að festa blund þetta kvöld þegar hún heyrir þrusk. Það er eins og eitthvað hafi verið að detta. Eitthvað þungt. Hún spennist upp. Hvað er í gangi? Skyndilega kviknar eldur og rödd heyrist úr eldinum miðjum.

    Dogma eftir Kevin Smith, Star Trek, Sakkeus og Marteinn Lúther komu við sögu í sunnudagsprédikuninni í Bústaðakirkju.