Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Bænastundir með fólki á öllum aldri

    Ég rakst á skjal frá ensku kirkjunni í Bristol sem er stútfullt af skemmtilegum hugmyndum og útfærslum á bænasamverum.

    Það sem hugmyndirnar eiga sameiginlegt er að þær nálgast viðfangsefnið alltaf út frá einhverju áþreifanlegu sem dýpkar og skerpir upplifunina af sameiginlegri bæn. Þótt þetta skjal sé tekið saman fyrir barnastarf kirkjunnar, er þarna fullt af efni sem er hægt að nýta á breiðari grundvelli – enda segir frelsarinn að barnanna sé Guðs ríki….

  • Biblíulestur í hádeginu

    Í Laugarneskirkju í hádeginu:

    Tíminn á milli páska og hvítasunnu eru gleðidagar. Á þessu tímabili ætlum við að íhuga sérstaklega gjafir lífsins sem við þiggjum úr Guðs hendi. Í hverju þriðjudagshádegi verður sóknarpresturinn með heitt á könnunni og opið hús, kl. 12.15 – 13, og leiðir samtal og biblíulestur út frá þema gleðidaganna.

    Kíktu í heimsókn ef þig langar að staldra við og eiga samtal sem vekur til umhugsunar um þakkarefni lífsins. Hlakka til að sjá þig!

  • Selirnir og sunnudagaskólinn

    Sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum 5. apríl 2015.

    Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

    Ein af skemmtilegustu upplifunum páskadags var sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum. Skemmtunin hófst með því að selunum fjórum var gefið og svo var haldið í tjaldið í garðinum þar sem við tók söngur, sögur og bænir undir handleiðslu presta og sunnudagaskólakennara úr Laugardalnum að viðbættum Þorvaldi Halldórssyni sem lék undir. Börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

    Ps. Rúv mætti á staðinn.

  • Stríð 0 – friður 1

    Kristín í prédikun að morgni páskadags:

    Þetta er það fallega og öfugsnúna við upprisuna, sem snýr ríkjandi gildismati á hvolf. Við lifum nefnilega í menningu sem er með þráhyggju á háu stigi fyrir hinu sterka, því að ná árangri, skara fram úr, vera best og mest. En Jesús tekur ekki þátt í því, heldur býður fram leið friðarins.

  • Í fjórtán myndum

    Richard Coles er prestur í ensku kirkjunni. Hann er virkur á twitter og deildi í gær fjórtán ljósmyndum sem kallar á við krossveginn – krossdvalirnar fjórtán. Þetta eru óhefðbundnar myndir sem vekja til umhugsunar. Textarnir sem fylgja hverri mynd eru líka frá honum.

    Fyrsta dvöl. Jesús er dæmdur til dauða.
    Fulltrúi ISIS lýsir yfir dauðadómi yfir einum af föngum samtakanna.

    Önnur dvöl. Jesús ber krossinn.
    Eitt af fórnarlömbum menningarbyltingar Maós 1966.

    Þriðja dvöl. Jesús fellur í fyrsta sinn.
    Fórnarlamb ofbeldis gegn samkynhneigðum sem var beitt í gleðigöngu í Rússlandi á síðasta ári.

    Fjórða dvöl.Jesús mætir móður sinni.
    Junko Ishido biðst vægðar fyrir hönd sonar síns Kenji Goto sem var myrtur af ISIS í janúar.

    Fimmta dvöl. Símon frá Kyrene neyddur til að bera krossinn.
    Kristið fólk frá Írak flýr Mósúl á síðasta ári.

    Sjötta dvöl. Verónika þerrar andlit Jesú.
    Hjúkrunarkonan Will Pooley smitaðist af Ebóla þegar hún var að störfum Í Sierra Leone. Hún náði sér og sneri aftur til starfa sinna við hjúkrun í landinu.

    Sjöunda dvöl. Jesús fellur öðru sinni.
    Lögreglumaður er fórnarlamb í átökum milli mótmælenda sem styðja Rússland og Tatara á Krímskaga.

    Áttunda dvöl. Jesús talar til kvennanna.
    Nokkrar af stúlkunum 219 sem Boko Haram tók í apríl 2014. Þeirra er enn saknað.

    Níunda dvöl. Jesús fellur þriðja sinni.
    Karlmaður sem var handtekinn í uppþoti í Ferguson eftir að lögreglan skaut og drap táningispiltinn Michael Brown á síðasta ári.

    Tíunda dvöl. Jesús afklæddur.
    Karlmaður er húðstrýktur í Saudi-Arabíu á síðasta ári.

    Ellefta dvöl. Jesús negldur á krossinn.
    Bekkur sem dauðadæmdur fangi er lagður á og festur við í San Quentin fangelsinu áður en hann er tekinn af lífi.

    Tólfta dvöl. Jesús deyr.
    Yfirgefið altari í rómversk kaþóskri kirkju í Cardross í Skotlandi.

    Þrettánda dvöl. Jesús tekinn ofan af krossinum.
    Fórnarlamb ebólu í Sierra Leone er fært til grafar.

    Fjórtánda dvöl. Jesús greftraður.
    Konur sem eru ættingjar fórnarlamba í Peshawar skólanum í Pakistan.

  • Kranarnir og krossinn

    Kristín í útvarpsprédikun á föstudeginum langa:

    Í dag er dagur krossins, föstudagurinn langi, sem opnar augu okkar fyrir þeim sem þjást. Og andspænis þjáningu krossins finnum við mennskuna sem tengir okkur hvert öðru, í auðsæranleika okkar og varnarleysi. Við finnum mennskuna sem gerir okkur bæði hæf til fremja óskiljanleg grimmdarverk og elska óhindrað. Andspænis krossinum finnum við að við þurfum á hvert öðru að halda, og við finnum að við þurfum á einhverju sem er stærra og meira en við sjálf að halda. Andspænis krossinum finnum við að við þurfum á Guði að halda.

  • Ömurlegt kvöld, opið hjarta

    Árni í prédikun á skírdagskvöldi:

    Altarisgangan er semsagt matarboð. Og hún er í senn eins og þessi venjulegu matarboð sem eru haldin út um alla borg og enginn tekur eftir og líka þessu flottu sem eru mynduð fyrir Gestgjafann og Smartland.

  • Úlfurinn Jesús

    Morgunprédikun um lærdóminn sem felst í bókinni Vertu úlfur og orðaskipti Jesú og Pílatusar.

  • Jón, séra Jón og skólareglurnar

    Ragnar Þór Pétursson kennari um skólana, sólmyrkvann, gleraugun og gjafirnar:

    Nær væri að nefna að fyrir utan hið augljósa, að þessar fráleitu reglur þarf að setja á höggstokkinn strax í dag, þá er ástandið í grunnskólum Reykjavíkur orðið pínlega vandræðalegt þegar kemur að öllum þessum misráðna graut tillitssemi og ofverndunar. Sjálft Skóla- og frístundasviðið undanþegur sjálft sig öllum reglum um hverju halda megi að börnum. Dómgreind miðstýringarvaldsins er ekki dregin í efa – aðeins dómgreindir allra annarra. Þannig gengst borgin sjálf fyrir því að vekja athygli á tilteknum bókum á hverri vertíð. Skiptir þar engu þótt bækur séu söluvara og börnin neytendurnir. Og það eru ekki sérlega margar vikur síðan börnum í reykvískum skólum var safnað saman til að hlusta á Friðrik Dór syngja lagið sem hann vildi að þau fjármögnuðu til Austurríkis.

    Það virðist ekki vera saman hvort Jón eða séra Jón mætir í skólana.

  • Tuttugasti og annar er vatnsdagur

    22. mars er vatnsdagur

    Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta:

    Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli og áherslum sem undirstrika samábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og umhverfinu sem við tilheyrum. Þannig eru áþreifanleg vatnsmál tjáð með hugtökum guðfræðinnar og orðfæri trúarinnar.