Richard Coles er prestur í ensku kirkjunni. Hann er virkur á twitter og deildi í gær fjórtán ljósmyndum sem kallar á við krossveginn – krossdvalirnar fjórtán. Þetta eru óhefðbundnar myndir sem vekja til umhugsunar. Textarnir sem fylgja hverri mynd eru líka frá honum.
#StationsoftheCross. First station: Jesus is Condemned to Death. pic.twitter.com/ouq5NVjU0m
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Fyrsta dvöl. Jesús er dæmdur til dauða.
Fulltrúi ISIS lýsir yfir dauðadómi yfir einum af föngum samtakanna.
#StationsoftheCross. Second station: Jesus takes up his cross. pic.twitter.com/7PjMjyQdmB
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Önnur dvöl. Jesús ber krossinn.
Eitt af fórnarlömbum menningarbyltingar Maós 1966.
#StationsoftheCross Third station: Jesus Falls for the First Time. pic.twitter.com/NLQ51GJ44d
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Þriðja dvöl. Jesús fellur í fyrsta sinn.
Fórnarlamb ofbeldis gegn samkynhneigðum sem var beitt í gleðigöngu í Rússlandi á síðasta ári.
#StationsoftheCross Fourth station: Jesus Meets His Mother. pic.twitter.com/bznDHKAy1D
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Fjórða dvöl.Jesús mætir móður sinni.
Junko Ishido biðst vægðar fyrir hönd sonar síns Kenji Goto sem var myrtur af ISIS í janúar.
#StationsoftheCross. Fifth station: Simon of Cyrene is compelled to carry the cross. pic.twitter.com/fCORTncLni
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Fimmta dvöl. Símon frá Kyrene neyddur til að bera krossinn.
Kristið fólk frá Írak flýr Mósúl á síðasta ári.
#StationsoftheCross Sixth station: Veronica wipes Jesus' face. pic.twitter.com/VVUAxo8AbM
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Sjötta dvöl. Verónika þerrar andlit Jesú.
Hjúkrunarkonan Will Pooley smitaðist af Ebóla þegar hún var að störfum Í Sierra Leone. Hún náði sér og sneri aftur til starfa sinna við hjúkrun í landinu.
#StationsoftheCross Seventh station: Jesus Falls for the Second Time. pic.twitter.com/mr4U2YrFVy
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Sjöunda dvöl. Jesús fellur öðru sinni.
Lögreglumaður er fórnarlamb í átökum milli mótmælenda sem styðja Rússland og Tatara á Krímskaga.
#StationsoftheCross The eighth station: Jesus Consoles the Women of Jerusalem. pic.twitter.com/BuzOzBkN4m
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Áttunda dvöl. Jesús talar til kvennanna.
Nokkrar af stúlkunum 219 sem Boko Haram tók í apríl 2014. Þeirra er enn saknað.
#StationsoftheCross Ninth station: Jesus Falls a Third Time. pic.twitter.com/Ra2o3pvaIX
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Níunda dvöl. Jesús fellur þriðja sinni.
Karlmaður sem var handtekinn í uppþoti í Ferguson eftir að lögreglan skaut og drap táningispiltinn Michael Brown á síðasta ári.
#StationsoftheCross Tenth station: Jesus is stripped of his garments. pic.twitter.com/GWddnN930i
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Tíunda dvöl. Jesús afklæddur.
Karlmaður er húðstrýktur í Saudi-Arabíu á síðasta ári.
#StationsoftheCross Eleventh station: Jesus is Nailed to the Cross. pic.twitter.com/pot9Vn6kvW
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Ellefta dvöl. Jesús negldur á krossinn.
Bekkur sem dauðadæmdur fangi er lagður á og festur við í San Quentin fangelsinu áður en hann er tekinn af lífi.
#StationsoftheCross Twelfth station: Jesus Dies on the Cross. pic.twitter.com/LKXsvnJqwI
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Tólfta dvöl. Jesús deyr.
Yfirgefið altari í rómversk kaþóskri kirkju í Cardross í Skotlandi.
#StationsoftheCross Thirteenth station: Jesus is taken down from the Cross. pic.twitter.com/aeZJdXulnX
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Þrettánda dvöl. Jesús tekinn ofan af krossinum.
Fórnarlamb ebólu í Sierra Leone er fært til grafar.
#StationsoftheCross Fourteenth station: Jesus is laid in the tomb. pic.twitter.com/p8s62fpcmS
— Richard Coles (@RevRichardColes) April 3, 2015
Fjórtánda dvöl. Jesús greftraður.
Konur sem eru ættingjar fórnarlamba í Peshawar skólanum í Pakistan.