Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Kyndilsmessa og múrmeldýr

    Kyndilmessa

    Annar febrúar er kyndilmessa sem er í almanakinu okkar tengdur veðri og veðurspá. Frá Evrópu barst til Bandaríkjanna siður sem tengist íkornategundinni groundhog – er það ekki múrmeldýr? – sem gengur úr á að fylgjast með hegðun dýrsins þennan dag og spá um tíðarfarið út frá því.

    Ef dýrið, sem heldur sig í holum neðanjarðar, skýtur upp kollinum og sér skuggann sinn, vegna þess að sólin skín á það, er það til merkis um að veturinn verði langur og vari 6 vikur enn. Ef enginn skuggi sést, má vænta vorkomu upp úr þessu.

    Eins og gildir um allan almennilegan sannleik, er þessi bundinn í vísu sem er m.a. til í þessu formi á enskri tungu:

    If Candle-mas Day is bright and clear,
    There’ll be two winters in the year.
    If Candle mas be fair and bright,
    Winter has another flight.
    If Candlemas brings clouds and rain,
    Winter will not come again.

    Þótt múrmeldýrið lifi ekki á Íslandi er þessi ratar þessi pæling líka í vísu, sem er til í þessari útgáfu:

    Ef í heiði sólin sést
    á sjálfa kyndilmessu
    snjóa vænta máttu mest,
    maður, upp frá þessu.

    Kyndilmessan, sem vísað er til markar í kristinni hefð tímann sem hefði átt að líða þar til María móðir Jesú gat sýnt sig í musterinu, þar sem fjörutíu dagar voru liðnir frá því hún átti sveinbarnið sitt. Dagurinn markar í kirkjuárinu skilin á milli jólatímans og föstunnar, kristið fólk beinir sjónum sínum frá undrinu í Betlehem og yfir til átakanna í Jerúsalem sem enda í krossfestingunni á föstudaginn langa.

    Í dag ætlum við að sjálfsögðu að horfa á kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray og íhuga boðskap hennar um endurtekninguna (hæ Sören Kierkegaard!). Svo má hugsa um það að ef Jesús hefði verið stúlkubarn, hefði kyndilmessan ekki verið fyrr en 14. mars. Er það ekki eitthvað?

  • Biblíublogg 2: Með hvaða gleraugum lesum við Biblíuna?

    Biblían geymir sögu sem kristnir menn taka til sín með sérstökum hætti. Í henni heyrir kristið fólk Guð ávarpa sig. Það leitast því við að vera opið fyrir því sem Guð vill segja við lestur eða hlustun.

    Sögunni sem Biblían geymir er miðlað á fjölbreyttan hátt því hún er hvorki einsleit í stíl né uppbyggingu. Ólíkt flestum öðrum bókum er Biblían ekki texti sem er lesinn frá upphafi til enda. Hún samanstendur af textum sem koma úr ólíkum áttum og urðu til á löngum tíma. Hver og einn kafli, hvert og eitt rit, er sjálfstætt verk þannig séð en aðferðafræði kristins fólks er að nálgast texta Biblíunnar í gegnum aðra texta hennar. Þannig er Biblían sjálf gleraugun sem við lesum hana með.

    Þetta þýðir að við tökum Biblíuna ekki upp í leit að því sem Guð vill segja okkur og látum svo staðnæmast við það fyrsta sem við sjáum sem svar við knýjandi málum líðandi stundar. Þannig virkar það ekki. Ástæðan er sú að tengsl hins trúaða og Biblíunnar eru allt önnur, miklu dýpri og flóknari.

  • Biblíublogg 1: Skrifaði Guð Biblíuna?

    Biblían er stundum kölluð orð Guðs. Það þýðir ekki að Guð hafi skrifað hana eða að allt þar sé frá Guði komið. Biblían er ekki Guðs verk heldur mannanna verk.

    "Escribano" eftir Jean Le Tavernier
    Höfundur skrifar bók. Mynd frá 15. öld. Wikipedia
    Samt lítur kristið fólk á Biblíuna sem hluta af sinni sögu sem inniheldur ávarp Guðs til sín hér og nú. Hvernig kemur það heim og saman?

    Svarið liggur í snertifletinum sem við finnum við fólkið sem við lesum um í Biblíunni, við fólkið sem setti söguna sína í texta Biblíunnar og vitnar um leið um reynslu sína af því að vera manneskja í heiminum, að vera manneskja sem elskar, þráir, kreppist, óttast og missir, að vera manneskja sem trúir af því hún hefur reynslu af hinu heilaga sem birtist henni sem leiðarljós, fyrirheit um frelsi og frið. (more…)

  • Biblíublogg í febrúar

    Drottinn sé með yður
    Biblían er víða. Á kaffihúsi í Berlín standa orðin „Drottinn sé með yður“ ásamt vísun til Sálms 6.2
    þar sem segir: „Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni, tyfta mig ekki í heift þinni.“

    Í ár á Hið íslenska Biblíufélag 200 ára afmæli og er því með eldri félögum á landinu. Í tilefni þess langar okkur að setja Biblíuna á dagskrá í bloggheimum.

    Við ætlum að nota allan næsta mánuð til þess. Ástæðan er sú að í febrúar er Biblíudagurinn og þá setja kirkjur og söfnuðir fókus á Biblíuna og Orðið og fagna því með ýmsum hætti. Næstu tuttugu og átta daga bloggum við því daglega um Biblíuna frá ýmsum sjónarhornum. Öll tengjast þau nálgun og notkun Biblíunnar í lífi hinna kristnu og samfélagi þeirra.

    Við lofum vísunum í klassíska guðfræði, dægurmenningu, íslenska kirkjusögu og þýðingarspurningar, svo eitthvað sé nefnt.

    Fylgstu með biblíublogginu sem verður vonandi til skemmtunar og fróðleiks.

    #biblíublogg

  • Táknmyndir um frið

    Jón Gnarr:

    Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í friðar- og mannréttindamálum á heimsvísu. Og án hroka, yfirlætis eða stjórnsemi. Og það mun auka enn frekar þau lífsgæði sem við búum við. Og við höfum margt að byggja á. Höfði er gott dæmi. Hann er ekki bara gamalt timburhús í Borgartúni heldur táknmynd, einsog Berlínarmúrinn, fyrir endalok einhvers heimskulegasta stríðs allra tíma; kalda stríðsins.

    Því ekki það.

  • Bíó- og Biblíuvika í Bústaðakirkju

    Bíó- og Biblíuvika

    Í næstu viku bjóðum við til skemmtilegrar bíó- og Biblíudagskrár í Bústaðakirkju. Dagskráin hefst með fræðsluerindi um Biblíuna í samtímanum, við sýnum því næst þrjár kvikmyndir sem allar má skoða í ljósi Biblíunnar og endum svo á bíómessu þar sem fókusinn verður settur á Guð á hvíta tjaldinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

    Nánar má lesa um dagskrána á vef Bústaðakirkju.

  • Vísindaleg vinnubrögð og fullyrðingar um trúarafstöðu hópa

    Hjalti Rúnar Ómarsson, ritstjóri vefritsins Vantrú:

    Við í Van­trú vit­um vel að prest­ar kirkj­unn­ar trúa ekki játn­ing­un­um sjálf­ir. Það verður samt að telj­ast und­ar­legt að prest­ur fari á hverj­um ein­asta sunnu­degi með postul­legu trú­ar­játn­ing­una þar sem talað er um al­mátt­ug­an skap­ara, mey­fæðing­una, end­ur­komu Jesú og upprisu mann­kyns við hana, ef þeir trúa þessu svo ekki.

    Fullyrðingar um trú einstaklinga eða hópa geta fallið undir það svið vísindanna sem kallað er trúarlífsfélagsfræði. Hún er kennd og iðkuð í guðfræði- og trúarbragðafræðideildum og félagsvísindadeildum í háskólum. Aðferðafræðin er sótt í smiðju félagsvísinda.

    Ég myndi gjarnan vilja sjá empíríska rannsókn sem fullyrðing Hjalta Rúnars, fyrir hönd Vantrúar, um trú prestastéttarinnar byggir á. Hann birtir hana kannski á netinu ásamt þeim gögnum sem þar er unnið með. Þá er hægt að fara yfir og sannreyna ályktun þeirra félaga.

    Út á það ganga vísindaleg vinnubrögð.

  • Trú, menning, samfélag og doktor Gunnar

    Okkur langar að vekja athygli ykkar á málþinginu Trú, menning og samfélag sem verður haldið í Þjóðminjasafninu föstudaginn 27. febrúar næstkomandi. Tilefnið er sjötugsafmæli dr. Gunnars Kristjánssonar. Á málþinginu ætla fjórir guðfræðingar að rýna í skrif og fræðimennsku Gunnars:

    • Lúthersfræðingurinn Gunnar: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
    • Kirkjupólitíkusinn Gunnar: dr. Hjalti Hugason.
    • Prédikarinn Gunnar: sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
    • Hugsjónamaðurinn Gunnar: dr. Sólveig Anna Bóasdóttir.

    Takið daginn frá.

  • Hvað er trú?

    Framsækin kristni, Árni Svanur og trúin
    Framsækin kristni dró saman trúarsýnina úr viðtali gærdagsins. Takk fyrir það.

  • Bókstafstrúmælingar

    Ég átti stutt spjall við blaðamann á mbl.is í dag:

    Þjóðkirkj­an túlk­ar Bibl­í­una og játn­ing­arn­ar ekki bók­staf­lega held­ur skoðar þessa texta alltaf í sögu­legu sam­hengi. Ein­hvers kon­ar próf sem bygg­ist á bók­stafstrú á Bibl­í­una eða játn­ing­ar kirkj­unn­ar get­ur þannig aldrei end­ur­speglað þjóðkirkj­una. Það seg­ir hins veg­ar heil­mikið um hvernig Van­trú­ar­menn lesa Bibl­í­una og sjá þjóðkirkj­una. Ég held þess vegna að þetta sé fyrst og fremst próf í Van­trú­ar­kristni en ekki þjóðkirkjukristni.“