Ég átti stutt spjall við blaðamann á mbl.is í dag:
„Þjóðkirkjan túlkar Biblíuna og játningarnar ekki bókstaflega heldur skoðar þessa texta alltaf í sögulegu samhengi. Einhvers konar próf sem byggist á bókstafstrú á Biblíuna eða játningar kirkjunnar getur þannig aldrei endurspeglað þjóðkirkjuna. Það segir hins vegar heilmikið um hvernig Vantrúarmenn lesa Biblíuna og sjá þjóðkirkjuna. Ég held þess vegna að þetta sé fyrst og fremst próf í Vantrúarkristni en ekki þjóðkirkjukristni.“