Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Tuttugasti og fyrsti þriðji er Downsdagur

    Síðasta kvöldmáltíðin - Mamedov

    Tuttugasti og fyrsti þriðji er alþjóðlegur dagur þrístæðu tuttugu og eitt, dagur Downs heilkennisins. Í tilefni dagsins langar okkur að deila með ykkur þessari fallegu mynd af síðustu kvöldmáltíðinni. Listamaðurinn heitir Raoef Mamedow og er frá Azerbaidjan. Hann hefur gert fleiri svona trúarmyndir.

  • Í beinni á Twitter og Meerkat

    Meerkat er nýtt smáforrit fyrir snjalltæki sem er hægt að nota fyrir beinar útsendingar á netinu. Ég prófaði það í morgun, þetta er einfalt í notkun og virkar vel. Þegar þú byrjar útsendingu er það tilkynnt Twitter auk þess sem vinir þínir á twitter eða meerkat geta fengið tilkynningu í símann sinn eða spjaldtölvuna. Ég sé ýmsa möguleika til að senda út efni – þið fylgist bara með á @arnisvanur.

  • Núna eða nauðsynlegt

    https://twitter.com/HenriNouwen/status/230384864438919168

    Henry Nouwen var spakur.

  • Góð fasta

    Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, tók þátt í samtali um það hvað væri góð fasta í samtímanum. Það er á netinu.

  • Trúarjátning dagsins

    Játning kvennanna:

    Ég trúi á Jesú sem líkti Guði við konu sem hafði tapað peningi og hreinsaði húsið allt í leit að honum.

    Ég trúi á Jesú sem sá í meðgöngu og fæðingu líkingu fyrir breytingu, nýja fæðingu frá sársauka til gleði.

    Góðan og gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.

  • Þegar þú vaknar

    Rowan Williams, fyrrum erkibiskup af Kantaraborg:

    So: the regular ritual to begin the day when I’m in the house is a matter of an early rise and a brief walking meditation or sometimes a few slow prostrations, before squatting for 30 or 40 minutes (a low stool to support the thighs and reduce the weight on the lower legs) with the “Jesus Prayer”: repeating (usually silently) the words as I breathe out, leaving a moment between repetitions to notice the beating of the heart, which will slow down steadily over the period.

    Það er gott að byrja daginn á hreyfingu og það er gott að hefja hann á bæn. Enn betra er að flétta þetta tvennt saman eins og Williams gerir.

  • Magnaðir unglingar mæla með trúfrelsi

    Það var ótrúlega gaman að ganga með Breytendum á Adrenalíni til að mæla með trúfrelsi á Íslandi. Við gengum frá Frú Laugu í Laugarneskirkju. Þar kynnti einn Breytandinn starfið stuttlega og svo tóku fulltrúar trúar- og lífsskoðanafélaga til máls. Inn á milli ávarpanna var flutt tónlist. Elín Sif og Ragnhildur fluttu lagið Í kvöld sem við heyrðum síðast á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Hljómsveitirnar Helíum og Neon stigu á stokk og fluttu flotta tónlist, meðal annars lagið Take me to church sem hefur notið mikilla vinsælda.

    Í ávörpum fengum við að kynnast ólíkum sjónarhornum á trúfrelsið, m.a. að trúfrelsi snerist um frelsið til að vera látinn í friði, frelsi frá fordómum og um gestrisni og örlæti. Upp úr stendur þó hvað unglingarnir sem starfa í Laugarneskirkju eru magnaðir að skipuleggja svona glæsilegan viðburð.

    Okkur taldist til að meðmælendurnir í gær hafi verið um 100 talsins. Það veit á gott.

    Ps. Viltu skoða fleiri myndir frá göngunni?

  • Beyonce, Sia og Sam Stone í Bústaðakirkju

    Hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar syngur í fjölskyldumessu í Bústaðakirkju

    Í æskulýðsmessu gærdagsins í Bústaðakirkju komu margir góðir gestir. Í hópi þeirra var hljómsveit skipuðu krökkum sem eru í Tónlistarskóla Árbæjar. Þau sungu þrjú popplög eftir Beyonce, Siu og Sam Stone og gerðu það virkilega vel. Það er gaman að þjóna í kirkjunni þegar maður hefur fólk með sér og það var svo sannarlega raunin í gær.

    Fleiri myndir.

  • Leynigesturinn í Bústaðakirkju

    María Ólafsdóttir söngkona var leynigestur dagsins í Bústaðakirkju. Hún tók þátt í messunni og flutti tvö lög, Líf og Lítil skref. Þetta vakti mikla lukku hjá kirkjugestum.

  • Biblíublogg 28: Biblían í tölum

    Bækurnar í Biblíunni eru 66 talsins, þar af eru 39 í gamla testamentinu og 27 í því nýja. Við það bætast apokrýfu bækurnar. Stysta bókin í Biblíunni er 2. Jóhannesarbréf, sú lengsta er Saltarinn.

    Kaflarnir í Biblíunni eru 1189, versin eru 31173, þar af eru 929 kaflar og 23214 vers í gamla testamentinu og 260 kaflar og 7959 vers í því nýja. Orðin eru næstum 800 þúsund, þar af eru þrír fjórðu í gamla testamentinu og fjórðungur í því nýja (nákvæmur orðafjöldi fer að sjálfsögðu eftir þýðingum).

    Stysta versið Biblíunnar er að finna í Jóh. 11.35:

    Þá grét Jesús.

    Það lengsta er í Ester 8.9:

    Á tuttugasta og þriðja degi þriðja mánaðar, mánaðarins sívan, voru ritarar konungs kallaðir saman. Rituðu þeir hvað eina, sem Mordekaí mælti fyrir, til Gyðinga, til skattlandsstjóranna, landshöfðingjanna og höfðingja héraðanna hundrað tuttugu og sjö, allt frá Indlandi til Eþíópíu, til hvers héraðs með letri þess héraðs, til hverrar þjóðar á tungu hennar og jafnframt til Gyðinga með þeirra letri og á þeirra tungu.

    Í Biblíunni miðri er Sálmur 117:

    Lofið Drottin, allar þjóðir,
    vegsamið hann, allir lýðir,
    því að miskunn hans er voldug yfir oss
    og trúfesti Drottins varir að eilífu.
    Hallelúja.

    Hann er líka stysti kafli Biblíunnar. Sá lengsti er Sálmur 119 sem stendur þar hjá.

    Þessar tölur höfum við af síðunni GotQuestions og við viljum deila þeim með ykkur ykkur í tuttugasta og áttunda Biblíublogginu. Hér með lýkur þessari tilraun til að fjalla um Biblíuna í 28 bloggfærslum. Guð geymi ykkur í dag og alla daga.