Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Tannleysi og talentur

    Árni:

    „Kóngurinn í sælgætislandi var tannlaus. Hann hafði etið of mikið nammi og nú kom það í bakið á honum. Hann þurfti nefnilega tennur til að njóta alvöru matar. Við þurfum líka að hafa „tennur“ til að njóta Biblíunnar. Því textana þarf að tyggja og melta og helst borða hægt.“

    Tannleysi og talentur, prédikun í Bústaðakirkju, á fyrsta sunnudegi í níuviknaföstu.

  • Táknmyndir um frið

    Jón Gnarr:

    Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í friðar- og mannréttindamálum á heimsvísu. Og án hroka, yfirlætis eða stjórnsemi. Og það mun auka enn frekar þau lífsgæði sem við búum við. Og við höfum margt að byggja á. Höfði er gott dæmi. Hann er ekki bara gamalt timburhús í Borgartúni heldur táknmynd, einsog Berlínarmúrinn, fyrir endalok einhvers heimskulegasta stríðs allra tíma; kalda stríðsins.

    Því ekki það.

  • Bíó- og Biblíuvika í Bústaðakirkju

    Bíó- og Biblíuvika

    Í næstu viku bjóðum við til skemmtilegrar bíó- og Biblíudagskrár í Bústaðakirkju. Dagskráin hefst með fræðsluerindi um Biblíuna í samtímanum, við sýnum því næst þrjár kvikmyndir sem allar má skoða í ljósi Biblíunnar og endum svo á bíómessu þar sem fókusinn verður settur á Guð á hvíta tjaldinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

    Nánar má lesa um dagskrána á vef Bústaðakirkju.

  • Vísindaleg vinnubrögð og fullyrðingar um trúarafstöðu hópa

    Hjalti Rúnar Ómarsson, ritstjóri vefritsins Vantrú:

    Við í Van­trú vit­um vel að prest­ar kirkj­unn­ar trúa ekki játn­ing­un­um sjálf­ir. Það verður samt að telj­ast und­ar­legt að prest­ur fari á hverj­um ein­asta sunnu­degi með postul­legu trú­ar­játn­ing­una þar sem talað er um al­mátt­ug­an skap­ara, mey­fæðing­una, end­ur­komu Jesú og upprisu mann­kyns við hana, ef þeir trúa þessu svo ekki.

    Fullyrðingar um trú einstaklinga eða hópa geta fallið undir það svið vísindanna sem kallað er trúarlífsfélagsfræði. Hún er kennd og iðkuð í guðfræði- og trúarbragðafræðideildum og félagsvísindadeildum í háskólum. Aðferðafræðin er sótt í smiðju félagsvísinda.

    Ég myndi gjarnan vilja sjá empíríska rannsókn sem fullyrðing Hjalta Rúnars, fyrir hönd Vantrúar, um trú prestastéttarinnar byggir á. Hann birtir hana kannski á netinu ásamt þeim gögnum sem þar er unnið með. Þá er hægt að fara yfir og sannreyna ályktun þeirra félaga.

    Út á það ganga vísindaleg vinnubrögð.

  • Trú, menning, samfélag og doktor Gunnar

    Okkur langar að vekja athygli ykkar á málþinginu Trú, menning og samfélag sem verður haldið í Þjóðminjasafninu föstudaginn 27. febrúar næstkomandi. Tilefnið er sjötugsafmæli dr. Gunnars Kristjánssonar. Á málþinginu ætla fjórir guðfræðingar að rýna í skrif og fræðimennsku Gunnars:

    • Lúthersfræðingurinn Gunnar: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
    • Kirkjupólitíkusinn Gunnar: dr. Hjalti Hugason.
    • Prédikarinn Gunnar: sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
    • Hugsjónamaðurinn Gunnar: dr. Sólveig Anna Bóasdóttir.

    Takið daginn frá.

  • Hvað er trú?

    Framsækin kristni, Árni Svanur og trúin
    Framsækin kristni dró saman trúarsýnina úr viðtali gærdagsins. Takk fyrir það.

  • Bókstafstrúmælingar

    Ég átti stutt spjall við blaðamann á mbl.is í dag:

    Þjóðkirkj­an túlk­ar Bibl­í­una og játn­ing­arn­ar ekki bók­staf­lega held­ur skoðar þessa texta alltaf í sögu­legu sam­hengi. Ein­hvers kon­ar próf sem bygg­ist á bók­stafstrú á Bibl­í­una eða játn­ing­ar kirkj­unn­ar get­ur þannig aldrei end­ur­speglað þjóðkirkj­una. Það seg­ir hins veg­ar heil­mikið um hvernig Van­trú­ar­menn lesa Bibl­í­una og sjá þjóðkirkj­una. Ég held þess vegna að þetta sé fyrst og fremst próf í Van­trú­ar­kristni en ekki þjóðkirkjukristni.“

  • Ekki snúa út úr

    Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata:

    Þjóðkirkju skal aldrei í lög leiða held­ur skal rík­is­valdið styðja og vernda trúfrelsi á Íslandi

    Hér er Helgi Hrafn að bregðast við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 51,1% aðspurða vildu hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá, 38,3% vildu ekki hafa slíkt ákvæði.

    Mér finnst þetta útspil þingmannsins úr takti við ímynd Pírata. Ég hef ekki haft þá sýn á þann flokk að þau vilji beita pólitískum klækjabrögðum til að beygja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu að sínum stefnumálum.

    Annars finnst mér stjórnarskráin okkar eiga meiri virðingu skilda en að þingmenn leggi til að í henni séu ákvæði sem má í besta falli túlka sem útúrsnúning.

    Hitt er svo annað mál að við þurfum að halda áfram samtalinu um trúna í samfélagi og almannarými. Ég er alveg sammála því við þurfum skýr ákvæði um trúfrelsi og ég myndi gjarnan vilja sjá kveðið upp úr um það í stjórnarskrá að Ísland sé trúarlega opið samfélag.

  • 25 af 365

    Ljósmynd 25 af 365

    Mynd 25 af 365 sýnir regndropa á bílrúðu. Veðrið var leiðinlegt í gær.

  • Aulinn, björninn, Jesús og þú

    Hvað eiga Grú í Aulinn ég, Paddington í samnefndri kvikmynd, Jesús í Markúsarguðspjalli og við sem erum kristin sameiginlegt? Eitt svar er að finna í prédikun dagsins í Bústaðakirkju:

    Manstu eftir aulanum? Hann vildi vera bestur og mestur í allri veröldinni? Af því hann var þrjótur þá vildi hann vera sá mesti meðal þrjóta. Mesti vondi-kallinn. Hann ákvað því að stela tunglinu. Til að ná markmiðinu þurfti hann á börnum að halda svo hann tók að sér þrjár munaðarlausar stelpur. En þetta gekk ekki alveg upp því þegar þær komu inn í lífið hans tóku þau yfir og hann breyttist. Það kom í ljós að inn við beinið var þrjóturinn bara allt í lagi.

    Lesið og hlustið á Trú.is.