Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Tuttugasti og annar er vatnsdagur

    22. mars er vatnsdagur

    Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta:

    Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli og áherslum sem undirstrika samábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og umhverfinu sem við tilheyrum. Þannig eru áþreifanleg vatnsmál tjáð með hugtökum guðfræðinnar og orðfæri trúarinnar.

  • Jólakranar handa þeim þyrstu

    Fyrstu versin í Biblíunni greina frá því þegar Guð skapar himinn og jörð (1. Mós 1). Ástandinu sem ríkir áður en Guð byrjar að skapa er lýst þannig að jörðin var auð og tóm, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. Áður en nokkuð annað verður til, ljósið, landið, gróðurinn, dýrin og manneskjan, er vatnið til. Vatnið var með Guði í upphafi sköpunarinnar.

    Drykkjarbrunnur í erlendri borg
    Drykkjarbrunnur í erlendri borg þar sem nóg er af vatni.

    Þessi sérstaða vatns í kristinni heimsmynd kemur vel fram í því að kirkjan talar um Guð með vatnsmyndum. Guð er uppspretta hins lifandi vatns og hinn trúaði þráir samvistina með Guði eins og hindin þráir vatnslindir (Sálm 42.2). Umhyggja Guðs gagnvart manneskjunni er sömuleiðis tjáð með vatnsveituorðfæri þegar spámaðurinn Jesaja segir fyrir hönd Drottins: „Ég leiði vatn um eyðimörkina og ár um öræfin til þess að svala lýð mínum, mínum útvalda“ (Jes 43.20).

    Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst formlega í dag. Hún er vatnssöfnun og miðar að því að mæta þörfum okkar allra fyrir vatn með því að grafa og reisa vatnssöfnunartanka í Úganda og Eþíópíu. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í söfnunarsímann 907 2003 og greiða þannig 2500 krónur, gefa á framlag.is eða leggja beint inn á söfnunarreikning: 0334–26–50886 kt. 450670–0499.

  • Gleðidagur 35: Barbara og vatnið

    Barbara Rossing er prófessor við Lutheran School of Theology í Chicago. Við þekkjum hana af vettvangi Lútherska heimssambandsins. Í dag leiddi hún Biblíulestur á vefráðstefnu Lh um umhverfismál og réttlæti. Hún ræddi um vatnið í Biblíunni.

    Á þrítugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir vatnið og fyrir lífið.