Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gagnrýni til góðs

    Það er óhætt að segja að við fáum bæði jákvæða og neikvæða mynd af hátíðahöldunum þessa helgi. Það jákvæða er að fólk kemur saman á fallegu stöðum og upplifir dulmagn náttúrunnar og gleðina yfir hvert öðru. Maður er manns gaman. Staðir lifna við. Ungt fólk tengist og kynnist. Við heyrum líka af því sem aflaga fer. Fréttamat almennt virðist hneigjast að því sem er neikvætt og fjölmiðlar taka stundum að sér að vera eins og hneykslunargjörn frænka sem leggur sig eftir því smæsta sem fer úrskeiðis, og sér ofsjónum yfir öllu sem er gert og sagt, öllu sem er étið og drukkið, keypt og eytt.

    Kristín Þórunn Tómasdóttir: Gagnrýni til góðs

  • Að njóta lífsins

    Aðstæður okkar geta þá verið eins í dýragarðinum þar sem Alex, Melman, Gloria og Marty búa. Við höfum það svo sem ágætt en erum föst í hugsunarhætti og rými sem við erum ekki sköpuð fyrir.

    Handan þess að borða, sofa og vinna allar stundir, er lífið sjálft. Það kallar á okkur, eins og óbyggðirnar á sebrahestinn.

    KRISTÍN ÞÓRUNN Í PRÉDIKUN 2. SUNNUDAG Í FÖSTU 2013, Í BRAUTARHOLTSKIRKJU Á KJALARNESI.

  • Vald væntinganna

    Lífið er að vissu leyti eins og hæfileikakeppni. Það snýst ekki um hver stendur uppi sem sigurveigari, hver fær að fara til Malmö með besta Júróvisjónlagið í ár, heldur hvernig þú notar þá hæfileika – þær talentur sem Guð gefur þér – til góðs fyrir þig og aðra. Prédikun í Víðistaðakirkju 27/1/2013.

  • Ralf, rústirnar og kirkjan

    Ég messaði í Borgarholtsskóla í morgun. Þar er alltaf þemamessa og í dag var þemað tölvuleikir og bíó. Ég lagði út af kvikmyndinni um rústarann Ralf og talaði um hvort persónur – í tölvuleikjum og í lífinu – geta breyst og um mikilvægi vonarinnar. Þetta er góð mynd sem ég mæli með og hún átti vel við í Borgarholtsskóla þar sem fermingarbörnin eru stærstur hluti safnaðarins á sunnudögum.

  • Magnaðar mömmur

    Sköpunarkraftur og umönnunarhlutverk móðurinnar gerir hana að fremsta samverkamanni Guðs í sköpun og lífgjöf. Mömmusögurnar í lífinu eru sögur um kærleika Guðs.

    Prédikun í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð, 2/9/2012.

  • Lectio Divina fyrir prédikarann

    Við höfum verið að glugga í verk David Adam sem er viskubrunnur um kristna íhugunar- og bænahefð eins og hún hefur þróast í írskri og keltneskri trúarmenningu. Hann hefur meðal annars skrifað mikið fyrir presta og guðfræðinga um prédikunarvinnu í þessu ljósi.

    Útgangspunkturinn í nálgun hans er að prédikunin á að koma frá hjartanu og í gegnum íhugun á Guðs orði. Ein leið til að nálgast lestur Biblíunnar er Lectio Divina sem er aðferðarfræði úr fornkirkjunni og byggir á því að orð Guðs fái að móta og snerta manneskjuna alla. (more…)

  • Þiggjum og þjónum

    Ég prédikaði í árdegismessu í Hallgrímskirkju í morgun.

    Nú eru gleðidagar. Þess vegna gleðjumst við yfir vorinu og komandi sumri. Þess vegna væntum við réttlætis og sanngirni í samfélaginu og þess vegna erum við vissum að gott er í vændum í kirkjunni.

  • Bönnum lausagöngu karltrölla

    „Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði,“ sagði Sigurður Árni Þórðarson í útvarpsprédikun dagsins.

  • Fjölskylduboðin

    Ég messaði í Víðistaðakirkju á jóladegi. Prédikunin fjallaði um fjölskylduboðin sem einkenna jólahaldið okkar og kallaðist á við uppáhaldsjólalag með Baggalúti sem fjallar um annan dag jóla.

  • Dólgar og vonarberar

    „Orðin sem við notum mynda og móta samfélagið okkar. Þegar við notum meiðandi orð rífum við niður. Þegar við notum græðandi orð byggjum við upp.“ – Prédikun dagsins er á Trú.is.