Ég messaði í Borgarholtsskóla í morgun. Þar er alltaf þemamessa og í dag var þemað tölvuleikir og bíó. Ég lagði út af kvikmyndinni um rústarann Ralf og talaði um hvort persónur – í tölvuleikjum og í lífinu – geta breyst og um mikilvægi vonarinnar. Þetta er góð mynd sem ég mæli með og hún átti vel við í Borgarholtsskóla þar sem fermingarbörnin eru stærstur hluti safnaðarins á sunnudögum.
Ralf, rústirnar og kirkjan
You may also enjoy…
Leave a Reply