Árni og Kristín

Blogg

Færslur um hvaðeina sem okkur þykir áhugavert. Notaðu hnappana til að sía eða flettu gegnum allt.

  • Gleðidagur 41: Einhverfa í myndum

    Debbie Rasiel er ljósmyndari. Á síðasta ári ferðaðist hún um heiminn til að mynda börn með einhverfu. Hún kom meðal annars til Íslands og tók myndir af nokkrum íslenskum krökkum. Eitt þeirra er hann Tómas Viktor okkar. Í lok mánaðarins verður opnuð ljósmyndasýning með myndunum hennar. Nokkrar þeirra má líka skoða á vefnum. Hún tók líka fjölskyldumyndina hér að ofan.

    Á fertugasta og fyrsta gleðidegi fögnum við fjölbreytninni og þökkum kynnin við Debbie ljósmyndara sem gefur sig að þeim sem eru öðruvísi en líka eins.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 40: Maya

    Í gær bárust þau tíðindi að bandaríska skáldkonan Maya Angelou væri látin. Hún var fyrirmynd margra, hugsjónamanneskja sem lét verkin tala og mögnuð listakona. Hún barðist fyrir jafnrétti, umburðarlyndi og friði með lífi sínu og list. Maya orti meðal annars ljóðið Phenomenal Women sem við viljum deila með ykkur á fertugasta gleðidegi sem jafnframt er uppstigningardagur:

    Pretty women wonder where my secret lies.
    I’m not cute or built to suit a fashion model’s size
    But when I start to tell them,
    They think I’m telling lies.
    I say,
    It’s in the reach of my arms,
    The span of my hips,
    The stride of my step,
    The curl of my lips.
    I’m a woman
    Phenomenally.
    Phenomenal woman,
    That’s me.

    I walk into a room
    Just as cool as you please,
    And to a man,
    The fellows stand or
    Fall down on their knees.
    Then they swarm around me,
    A hive of honey bees.
    I say,
    It’s the fire in my eyes,
    And the flash of my teeth,
    The swing in my waist,
    And the joy in my feet.
    I’m a woman
    Phenomenally.

    Phenomenal woman,
    That’s me.

    Men themselves have wondered
    What they see in me.
    They try so much
    But they can’t touch
    My inner mystery.
    When I try to show them,
    They say they still can’t see.
    I say,
    It’s in the arch of my back,
    The sun of my smile,
    The ride of my breasts,
    The grace of my style.
    I’m a woman
    Phenomenally.
    Phenomenal woman,
    That’s me.

    Now you understand
    Just why my head’s not bowed.
    I don’t shout or jump about
    Or have to talk real loud.
    When you see me passing,
    It ought to make you proud.
    I say,
    It’s in the click of my heels,
    The bend of my hair,
    the palm of my hand,
    The need for my care.
    ’Cause I’m a woman
    Phenomenally.
    Phenomenal woman,
    That’s me.

    Myndina með færslunni fundum við á netinu, Bob Richman tók hana árið 2010 og okkur fannst hún kallast á við boðskap skáldkonunnar, sem var skörp og snjöll.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 39: Farðu hægt

    Einn af uppáhalds veitingastöðunum okkar heitir Vapiano. Við kynntumst honum í Frankfurt í Þýskalandi og höfum líka borðað á samskonar stað í Berlín, Stokkhólmi og Lundúnum. Á einum af þessum stöðum spurðum við einn þjóninn út í hugsunina á bak við nafnið. Hann sagði eitthvað á þessa leið:

    Við bjóðum upp á ítalskan mat. Vapiano er ítalska og merkir: Farðu hægt.

    Okkur varð hugsað til þessa í gær þegar við hjóluðum frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og aftur heim. Þetta var í fyrsta sinn sem við hjóluðum þessa leið. Okkur taldist til að við hefðum farið um það bil þrjátíu kílómetra og verið tæpan klukkutíma hvora leið. Tilefnið var skemmtilegt því Biskupsstofa, þar sem Árni vinnur, var að halda upp á lok átaksins Hjólað í vinnuna. Það var gert með grillveislu í Hafnarfirði.

    Á leiðinni úr firðinum hittum við nokkra vini okkar og áttum skemmtilegt spjall. Við kynntumst líka strandlengjunni, sáum fugla og fólk. Þegar heim var komið hugsuðum við um það hvað við upplifðum margt sem við hefðum misst af ef ferðin hefði verið farin í bíl á sextíu kílómetra meðalhraða en ekki hjóli á fjórtán.

    Á þrítugasta og níunda gleðidegi viljum við því þakka fyrir hjólastígana sem tengja hverfi, bæjarfélög og fólk, og hvetja alla lesendur bloggsins til að gefa sér tíma til fara hægt í gegnum lífið – í dag og alla aðra daga.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 38: Í Laugarneshverfi

    Í gær fékk Kristín skemmtilegt símtal frá Agnesi biskupi þar sem hún fékk að vita að hún yrði næsti sóknarprestur í Laugarneskirkju. Það voru góðar fréttir og okkur langar að deila þeim með ykkur á þrítugasta og áttunda gleðidegi.

    Laugarneskirkja er sóknarkirkja sem er þjónustumiðstöð nærsamfélagsins. Þar eiga sóknarbörnin skjól og vettvang í gleði og sorg. Kirkjan er í góðum tengslum við hverfið, hefur átt miklu prestláni að fagna og ekki síður öflugu starfsfólki og hópi sjálfboðaliða sem eru tilbúin að leggja mikið á sig fyrir kirkjuna sína og hverfið sitt.

    Við erum full af gleði og þakklæti í dag og hlökkum til að leggja okkar af mörkum til góðs samfélags í Laugarneshverfi.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 37: Viltu tíu dropa?

    Við kunnum að meta gott kaffi. Á þrítugasta og sjöunda gleðidegi viljum við því deila með ykkur vefnum Brew Methods þar sem eru vísanir á upplýsingar um allskonar leiðir til að gera gott kaffi.

    Myndin með færslunni er tekin fyrir utan The Barn í Berlin sem er uppáhaldskaffihús. Þau bjóða gestum og gangandi í kaffismökkun einu sinni í viku.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 36: Fjölskylduhreyfing

    Það er hægt að þjálfa líkamann hvar sem er og við þurfum ekki flottan sal með speglum og dýrum tækjum til að geta haldið okkur í formi. Til dæmis má fara út á róló, gera upphífingar, klifra svolítið og gera hnébeygjur. Ennþá betra er auðvitað að virkja krakkana í þessu með sér þannig að úr verði fjölskylduhreyfing.

    Ein æfing sem við prófuðum á rólóinum á Eyrarbakka eru hnébeygjur á vegasalti. Þá situr barnið öðru megin og foreldrið hinu megin. Foreldrið stjórnar hreyfingunni upp og niður, situr beint í baki og finnur vel fyrir lærunum sem vinna alla erfiðisvinnuna. Þetta má líka gera án barnsins, eins og Árni sýnir á meðfylgjandi myndbandi.

    Á þrítugasta og sjötta gleðidegi þökkum við fyrir róluvellina þar sem er bæði hægt að leika sér og æfa sig.

    Ps. Vinir okkar Gaui og Vala eru snillingar í fjölskylduæfingum. Þau hafa gert nokkur kennslumyndbönd og bjóða forvitnum fjölskyldum líka upp á námskeið.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 35: Hundrað og átta

    Elsti Íslendingurinn heitir Guðríður Guðbrandsdóttir. Hún varð hundrað og átta ára gömul í gær. Á þrítugasta og fimmta gleðidegi óskum við henni til hamingju með daginn. Hún á líka skothelt heilsu- og langlífisráð: að vera léttur í lund og kátur alla daga.

    Undir það tökum við. Njótið dagsins.

    Ps. Myndin er tekin á vorhátíð Vídalínskirkju. Þangað komu krakkar úr Sirkus Íslands sem kölluðu fram gleði og kæti!

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagur 34: Stóri leikskóladagurinn

    Í dag er stóri leikskóladagurinn. Í tilefni hans er spennandi dagskrá í Ráðhúsinu og Iðnó. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar fá börnin að leika sér og læra ótal margt í skemmtilegu, örvandi og öruggu umhverfi. Margir leikskólar vinna sérstaklega með ákveðna málaflokka, svo sem umhverfið, samskipti kynjanna og heilsuna.

    Myndin hér að ofan er af Steinahlíð. Þar voru tvö af börnunum okkar um árabil. Steinahlíð er Grænfánaskóli og það skilaði sér í aukinni umhverfisvitund á heimilinu okkar. Við fengum líka mörg hagnýt ráð um það hvernig við getum gert lífið okkar örlítið grænna. Þannig varð leikskólinn að skóla fyrir heimilið.

    Á þrítugasta og fjórða gleðidegi óskum við leikskólastjórum, leikskólakennurum og leiðbeinendum sem leggja líf og sál í starfið sitt til hamingju með daginn.

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

  • Gleðidagarnir í Síðdegisútvarpinu

    Við heimsóttum Guðrúnu og Gunnar í Síðdegisútvarpinu í dag og sögðum þeim aðeins frá gleðidagablogginu. Þau eru frábærir þáttastjórnendur og það er alltaf gaman að koma til þeirra. Þið getið hlustað á vef Rúv.

  • Gleðidagur 33: Morgundans með KK

    Árni hitti KK í síðustu viku og hlustaði á hann segja frá því hvernig hann hugsaði morgunþáttinn sinn á Rás 1, ekki síst hvernig hann valdi tónlistina. Við þetta tækifæri spilaði KK þetta lag með Julie London sem heitir Cottage for Sale og er gullfallegt. Okkur langar að deila þessu lagi með lesendum bloggsins okkar í dag um leið og við spyrjum:

    Eigum við ekki að hækka aðeins í græjunum og taka svo sporið að morgni þrítugasta og þriðja gleðidags?

    Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.